Með þjóðinni í 100 ár

Árið 1916 stofnaði Othar Ellingsen, norskur skipasmiður verslunina Ellingsen og hóf hann reksturinn í Kolasundi í miðbæ Reykjavíkur.

Fyrirtækið varð fljótt vel metið enda þótti Othar heiðarlegur og traustur maður. Hann flutti inn tæki og tól fyrir útgerðarmenn í byrjun og eftir því sem fyrirtækið stækkaði flutti hann sig um set og jók vöruúrvalið , var lengst af í Hafnarstræti en fyrirtækið flutti svo á Grandann þar sem það er enn til húsa en nú á Fiskislóð 1.

Fyrirtækið var selt til Olíuverslunar Íslands 1999 og var í eigu þess til 2014 þegar hjónin Bjarni Ármannsson og Helga Sverrisdóttir keyptu reksturinn.

Í dag er Ellingsen með það markmið að vera framúrskarandi útivistarverslun fyrir alla fjölskylduna þar sem fólk getur gengið að góðri þjónustu og vöruúrvali.